Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrverandi landsliðskona Noregs tekur við 2. flokki Vals
Mynd: Valur
Norska landsliðskonan fyrrverandi Ranveig Karlsen hefur verið ráðin sem þjálfari 2. flokks kvenna hjá Val.

Ranveig, sem verður 58 ára í janúar, lék 25 landsleiki fyrir norska landsliðið á sínum tíma.

Hún hefur gífurlega mikla reynslu af þjálfun þar sem hún hefur verið partur af þjálfarateymi hjá kvennaliði Lilleström og yngri landsliðum Noregs.

Ranveig mun einnig taka við þjálfun 3. flokks og 7. flokks kvenna hjá Val.

„Er Ranveig boðin velkomin til starfa og er mikils vænst starfi hennar," segir í tilkynningu frá Val.

Þessi ráðning er ætluð til að styrkja uppeldisstarf Vals sem hefur hingað til framleitt marga af bestu leikmönnum íslenska kvennaboltans.

Meistaraflokkur Vals endaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 2. flokkur endaði í fimmta sæti af átta í A-deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner