Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 13:15
Elvar Geir Magnússon
Guardiola vill meiri þrýsting frá stuðningsmönnum
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segir að lið sitt sé ekki tilbúið að vinna Meistaradeildina. Hann segir að andrúmsloftið verði að breytast og að það vanti í stuðningsmennina að þeim finnist liðið verða að vinna keppnina.

„Til að vinna svona titil þá þarftu að finna fyrir þrýstingi. Ekki bara frá stjóranum heldur öllum í kringum Manchester City," segir Guardiola.

Mónakó og Liverpool hafa slegið City út úr Meistaradeildinni síðustu tvö ár. Í kvöld er City að fara að mæta Shaktar Donetsk í F-riðli.

„Við reynum allt til að vinna þessa keppni en ég held að við séum ekki tilbúnir. Ég hef þá tilfinningu út frá því sem ég sá síðasta tímabil. En við munum reyna," segir Guardiola sem vann Meistaradeildina tvisvar sem stjóri Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner