þri 23. október 2018 08:25
Elvar Geir Magnússon
Hazard fer ekki til Real ef Conte er ráðinn
Powerade
Verður Conte næsti stjóri Real Madrid?
Verður Conte næsti stjóri Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Skriniar til Manchester?
Skriniar til Manchester?
Mynd: Getty Images
Erik Lamela.
Erik Lamela.
Mynd: Getty Images
Conte, Hazard, Ianni, Origi, Skriniar, Sessegnon, Marcelo og fleiri í slúðurpakkanum að þessu sinni. BBC tók saman hvað götublöðin hafa upp á að bjóða í slúðrinu. Þar er ekki komið að tómum kofanum.

Antonio Conte er efstur á blaði hjá Real Madrid ef Julen Lopetegui verður rekinn. Það gæti þó eyðilegt vonir spænska félagsins um að fá Eden Hazard sem átti erfitt samband við ítalska stjórann hjá Chelsea. (Mirror)

Komið hefur í ljós að Marco Ianni, sem var ákærður af enska knattspyrnusambandinu í gær, mátti ekki vera í boðvangnum í 2-2 jafntefli Chelsea og Manchester United. (Mail)

Divock Origi (23) er ekki í myndinni hjá Liverpool og gæti verið á leið til Tyrklands. Besiktas og Fenerbahce vilja fá belgíska sóknarmanninn. (Fanatik)

Fulham ætlar að hefja viðræður við Ryan Sessegnon (18) um nýjan langtímasamning. Strákurinn hefur lengi verið á óskalista Tottenham en hann á 18 mánuði eftir af núgildandi samningi. (Mail)

Miðvörðurinn Milan Skriniar (23) hefur enn ekki náð samkomulagi við Inter um nýjan samning. Manchester United og Manchester City hafa verið orðuð við Slóvakann.(Calciomercato)

Marcelo (30) hjá Real Madrid vill fara til Juventus. Ítalska félagið gæti borgað yfir 40 milljónir punda fyrir brasilíska vinstri bakvörðinn. (Tuttosport)

Chelsea íhugar að reyna að kaupa pólska framherjann Krzysztof Piatek (23) í janúar. Hann hefur verið öflugur í markaskorun fyrir Genoa á Ítalíu. (Mail)

Glazer fjölskyldan sem á Manchester United hefur engar áætlanir um að selja félagið þrátt fyrir fréttir af áhuga krónprinsins í Sádi-Arabíu á að eignast það. (Sports Illustrated)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, tók um 10 milljónir punda út úr félaginu í sumar og takmarkaði þá pening Rafael Benítez til leikmannakaupa. (Telegraph)

Romelu Lukaku (25), sóknarmaður Manchester United, viðurkennir að hlutirnir hafi ekki verið að smella almennilega hjá sér á Old Trafford síðan hann var keyptur á 75 milljónir punda frá Everton. (Mail)

Njósnarar Chelsea voru á Mílanóslagnum til að fylgjast með Alessio Romagnoli (23), miðverði og fyrirliða AC Milan. (Calciomercato)

Leicester er meðal úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á skoska U21-landsliðsvarnarmanninum David Bates (22) hjá Hamburg. (Daily Record)

Erik Lamela (26), leikmaður Tottenham, hefur viðurkennt að geta ekki alltaf æft af fullum krafti. Lamela var frá í þrettán mánuði vegna krónískra mjaðmavandamála. (London Evening Standard)

Moussa Sissoko (29), miðjumaður Tottenham, segist hafa vitað að allir leikmenn og starfslið félagsins hafi staðið með sér í gegnum erfiða tíma hjá félaginu. Hann fékk talsverða gagnrýni frá stuðningsmönnum. Sissoko setur nú stefnuna á endurkomu í franska landsliðið. (ESPN)

Framherjinn Ross McCormack (32) sem er á láni frá Aston Villa hjá Central Coast Mariners í Ástralíu telur að endurkoma á Villa Park sé ólíkleg. (Birmingham Mail)

Jack Wilshere segir að ef Arsene Wenger hefði ekki farið frá Arsenal þá væri hann enn leikmaður félagsins. (Star)

Umdeildar hugmyndir um nýja 24 liða heimsmeistarakeppni félagsliða, studdar af peningum frá Sádi-Arabíu, verða ræddar á FIFA-þingi í Rúanda í þessari viku. (Times)

Króatíski varnarmaðurinn Filip Benkovic (21) sem er á láni hjá Celtic frá Leicester segist vilja vera bóndi eftir ferilinn. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner