Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 13:42
Elvar Geir Magnússon
Henderson og Keita ekki með á morgun
Mane lítur vel út
Henderson spilar ekki á morgun.
Henderson spilar ekki á morgun.
Mynd: Getty Images
Miðjumennirnir Jordan Henderson og Naby Keita verða ekki með Liverpool í leiknum gegn Rauðu stjörnunni á morgun.

Henderson fór af velli gegn Huddersfield síðasta laugardag vegna meiðsla aftan í læri.

Keita hefur verið frá síðan í byrjun mánaðarins og er að koma til baka en leikurinn á morgun kemur of snemma fyrir hann.

Jurgen Klopp segir að staða Henderson sé ekki góð og að leikmaðurinn muni líklega missa einnig af leiknum gegn Cardiff um næstu helgi.

„Naby er byrjaður að hlaupa en leikurinn á morgun kemur of snemma fyrir hann," segir Klopp.

Klopp segir að Sadio Mane hafi litið vel út á undanförnum æfingum og gæti verið með á morgun.

Liverpool er í harðri baráttu í C-riðli Meistaradeildarinnar. Napoli er á toppi riðilsins með fjögur stig en Liverpool og Paris Saint-Germain eru með þrjú stig hvort lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner