þri 23. október 2018 10:30
Elvar Geir Magnússon
Icardi: Ég er virkilega ánægður hjá Inter
Icardi finnst leiðinlegt að mæta ekki Messi.
Icardi finnst leiðinlegt að mæta ekki Messi.
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Mauro Icardi hefur skorað mörg mikilvæg mörk fyrir Inter að undanförnu, síðast var það sigurmarkið gegn AC Milan í borgarslagnum á sunnudagskvöld.

Hann er með 110 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum sem félög utan Ítalíu geta nýtt sér fyrstu tvær vikurnar í júlí.

Icardi hefur lengi verið orðaður við Real Madrid og þá er Chelsea með hann á sínum óskalista.

„Það eru margar kjaftasögur í gangi. Þegar tilboð koma þá skoða ég þau en ég er virkilega ánægður hér hjá Inter," segir Icardi.

Icardi mætir Barcelona í Meistaradeildinni á morgun.

„Það er leiðinlegt að Lionel Messi geti ekki spilað vegna meiðsla. Maður vill mæta bestu leikmönnunum og hann er besti leikmaður heims. Við trúum að við höfum gæði til að vinna leikinn á morgun."
Athugasemdir
banner
banner
banner