þri 23. október 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Iwobi: Forréttindi að spila með Özil
Iwobi og Özil hressir og kátir.
Iwobi og Özil hressir og kátir.
Mynd: Getty Images
Alex Iwobi segir að það séu forréttindi að spila með Mesut Özil hjá Arsenal. Özil átti snilldarlega frammistöðu þegar Arsenal lagði Leicester í gær en þetta var tíundi sigurleikur liðsins í röð.

Özil skoraði fyrsta mark Arsenal í 3-1 sigri og hjálpaði Pierre-Emerick Aubameyang að skora tvö.

„Ég nýt þeirra forréttinda að vera í fótbolta með Özil á hveerjum degi. Ég hef æft með honum síðan ég var sautján ára og séð hvað hann getur gert," segir Iwobi.

„Það sást í leiknum í gærkvöldi, enn og aftur, að hann er heimsklassa leikmaður."

Leikurinn í gær var fyrsti leikur Özil fyrir Arsenal þar sem hann bar fyrirliðabandið frá upphafsflauti.

Iwobi hefur bætt sig mikið og segir að Özil eigi þátt í því.

„Hann gefur mér góð ráð í öllum þáttum leiksins. Það er alltaf stutt í grínið hjá honum en hann segir við mig í sífellu að ég geti meira. Hann gefur mér sjálfstraust og trú. Hann hvetur mig alltaf til að prófa nýja hluti á æfingum og vera jákvæður. Það er að virka fyrir mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner