þri 23. október 2018 11:55
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Everton spáir því að Liverpool vinni Meistaradeildina
Nikola Vlasic er Króati. Hér fagnar hann marki sínu gegn Real Madrid.
Nikola Vlasic er Króati. Hér fagnar hann marki sínu gegn Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Nikola Vlasic, miðjumaður Everton, hrósar Jurgen Klopp og spáir því að Liverpool vinni Meistaradeildina þetta tímabilið.

Spurning er hvernig stuðningsmenn Everton taka í ummæli Vlasic sem er á lánssamningi hjá CSKA Moskvu út tímabilið. Hann skoraði sigurmarkið gegn Real Madrid í Meistaradeildinni nýlega.

„Hverjir vinna Meistaradeildina? Ég ætla að segja Liverpool. Þeir fóru í úrslitaleikinn á síðasta tímabili og eru öflugri núna. Manchester City, Barcelona, Juventus og Real Madrid geta líka tekið þetta," segir Vlasic.

Hann skaut einnig á leikstíl liða í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal leikstíl hjá sínu félagi Everton.

„Í úrvalsdeildinni eru það bara fimm eða sex efstu liðin, þjálfuð af útlendingum eins og Klopp eða Guardiola, sem spila frábæran fótbolta. Önnur lið pæla bara í varnarleiknum og líkamlegum styrk. Þannig bolta vil ég ekki spila."

Það virðist ekki á óskalista Vlasic að snúa aftur til Everton á næsta tímabili en leikmaðurinn er 21 árs.

„Í framtíðinni vil ég spila í La Liga á Spáni, deild sem er mjög teknísk. Spænska deildin hefur verið sú besta síðustu tíu ár og öll lið sýnt að þau geti spilað góðan fótbolta," segir Vlasic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner