Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. október 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui: Ég hlusta ekki á fjölmiðla
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui tók við Real Madrid fyrir heimsmeistaramótið í sumar og var um leið rekinn frá spænska landsliðinu, tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM.

Starf hans hjá Real Madrid er strax í hættu eftir slæm úrslit úr undanförnum leikjum, en liðið hefur ekki unnið leik síðan 22. september og er aðeins búið að vinna tvo af síðustu átta.

Lopetegui segist ekki taka mark á því sem er skrifað í fjölmiðlum, hann sé rólegur í þjálfarasætinu.

„Liðið er í góðu standi og við erum spenntir fyrir leiknum á morgun. Þetta er lið sem er fullt af sigurvegurum og ég er viss um að gengi okkar mun snúast við," sagði Lopetegui fyrir leik liðsins gegn Viktoria Plzen í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Ég hlusta ekki á fjölmiðla, mitt starf er að undirbúa liðið mitt fyrir næsta leik. Við erum að einbeita okkur að einum leik í einu og við hugsum ekki lengra en það."
Athugasemdir
banner
banner