Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Juventus lagði Man Utd
Slæmt tap hjá Íslendingunum í CSKA
Ronaldo fór á sinn gamla heimavöll og vann.
Ronaldo fór á sinn gamla heimavöll og vann.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arnór lék allan leikinn fyrir CSKA í Róm.
Arnór lék allan leikinn fyrir CSKA í Róm.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Juventus gerði vel þegar liðið lagði Manchester United að velli í Meistaradeildinni í kvöld.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það gerði Paulo Dybala eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo á 17. mínútu. United er farið að venja sig á það að byrja ekki leiki vel og það var þannig í enn eitt skiptið í kvöld.

Í síðari hálfleik var United sterkari aðilinn en náði ekki að svara þessu marki sem Dybala skoraði. Næst komst Paul Pogba þegar hann átti skot í stöngina.


Lokatölur 1-0 og er Juventus með fullt hús stiga á toppi H-riðils. Man Utd er í öðru sæti með fjögur stig. Svo kemur Valencia með tvö stig og Young Boys með eitt stig.

Man City á toppnum í F-riðli
Manchester City fór auðveldlega með Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Niðurstaðan þar 3-0 sigur City en mörk liðsins skoruðu David Silva, Aymeric Laporte og Bernardo Silva.

City er á toppi F-riðils með sex stig. Í hinum leik riðilsins gerðu Lyon og Hoffenheim 3-3 jafntefli í fjörugum leik. Lyon er með fimm stig, en Hoffenheim og Shaktar hafa bæði tvö stig.

Íslendingarnir fengu skell
Íslendingalið CSKA Moskvu áttu ekki mikinn möguleika gegn Roma á Ítalíu í kvöld. Fyrir leikinn bárust þær fréttir að nokkrir stuðningsmenn CSKA Moskvu hefðu lent í skelfilegu slysi á neðanjarðarlestarstöð í Róm.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu báðir allan leikinn fyrir CSKA sem tapaði 3-0. Edin Dzeko skoraði tvisvar í fyrri hálfleiknum í seinni hálfleiknum gekk hinn efnilegi Cengiz Under frá leiknum fyrir Roma.


Í H-riðlinum eru Roma og Real Madrid með sex stig. Real Madrid lagði Viktoria Plzen að velli í kvöld, 2-1 á heimavelli. CSKA Moskva er með fjögur stig og Plzen er án stiga.

Bayern og Ajax í góðum málum
Í E-riðlinum eru Bayern og Ajax svo í fínum málum, bæði lið eru með sjö stig. Bayern vann AEK fyrr í dag og núna var Ajax að leggja Benfica að velli.

Það var aðeins eitt mark skorað í leik Ajax og Benfica, en það gerði Noussair Mazraoui, tvítugur leikmaður Ajax, á annarri mínútu uppótartímans. Benfica er með þrjú stig í riðlinum og AEK án stiga.

Hér að neðan eru öll úrslit dagsins.

E-riðill
AEK 0 - 2 Bayern
0-1 Javi Martinez ('61 )
0-2 Robert Lewandowski ('63 )

Ajax 1 - 0 Benfica
1-0 Noussair Mazraoui ('90 )

F-riðill
Hoffenheim 3 - 3 Lyon
0-1 Bertrand Traore ('27 )
1-1 Andrej Kramaric ('32 )
2-1 Andrej Kramaric ('47 )
2-2 Tanguy Ndombele ('59 )
2-3 Memphis Depay ('67 )
3-3 Joelinton ('90 )

Shakhtar D 0 - 3 Manchester City
0-1 David Silva ('30 )
0-2 Aymeric Laporte ('35 )
0-3 Bernardo Silva ('70 )

G-riðill:
Roma 3 - 0 CSKA
1-0 Edin Dzeko ('30 )
2-0 Edin Dzeko ('43 )
3-0 Cengiz Under ('50 )

Real Madrid 2 - 1 Plzen
1-0 Karim Benzema ('11 )
2-0 Marcelo ('55 )
2-1 Patrik Hrosovsky ('78 )

H-riðill
Young Boys 1 - 1 Valencia
0-1 Michy Batshuayi ('26 )
1-1 Guillaume Hoarau ('55 , víti)

Manchester Utd 0 - 1 Juventus
0-1 Paulo Dybala ('17 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner