Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. október 2018 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hrósar Juventus í hástert: Gríðarleg gæði
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hrósaði Juventus í hástert eftir leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld.

Juventus vann leikinn 1-0, með marki frá Argentínumanninum Paulo Dybala á 17. mínútu.

Juventus var sterkari aðilinn framan af en eftir því sem leið inn á leikinn vann United sig meira inn í hann. Heimamenn náðu þó ekki að skapa sér mikið af færum.

„Það eru gríðarleg gæði hjá Juventus. Oftast lítur fólk á Dybala eða Ronaldo en þú verður líka að líta á Chiellini og Bonucci. Juventus er þannig lið, að þegar það kemst yfir þá er mjög erfitt að svara," sagði Mourinho.

„Það gekk ekki mikið upp hjá sóknarleikmönnum okkar, en allir reyndu til enda. Juventus fann fyrir því og endaði leikinn með einn varnarmann til viðbótar inn á vellinum með hinum stórkostlegu Chiellini og Bonucci."

„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég hélt við gætum náð einhverju, en það var ekki mögulegt."

Mourinho var spurður að því á blaðamannafundi eftir leikinn hvort United hefði veitt Juventus of mikla virðingu.

„Ég held ekki. Ég reyndi að gera það ekki. Við ætlum að reyna að taka það jákvæða úr leiknum gegn Chelsea, en Juventus er í öðrum gæðaflokki."

„Þeir hafa Chiellini og Bonucci og þeir byggja grunninn í liðinu. Grunnurinn getur leyft sóknarmönnunum að njóta sín."

„Ég get ekki kvartað yfir mínúm strákum, þeir lögðu mikið í leikinn."
Athugasemdir
banner
banner