Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho notaði engar skiptingar - Saknaði Fellaini
Fellaini gat ekki spilað vegna meiðsla. Mourinho saknaði hans.
Fellaini gat ekki spilað vegna meiðsla. Mourinho saknaði hans.
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli að Jose Mourinho skyldi ekki gera breytingu þegar Manchester United tapaði 1-0 fyrir Juventus í Meistaradeildinni á þessu þriðjudagskvöldi.

Allir þeir sem byrjuðu hjá United spiluðu 90 mínútur plús uppbótartíma.

Á varamannabekknum voru Sergio Romero, Eric Bailly, Matteo Darmian, Andreas Pereira, Fred, , Ander Herrera og Tahith Chong. Þeir þurftu að sætta sig við það, allir saman, að vera allan leiktímann á varamannabekknum.

Mourinho sagði í viðtali eftir leikinn að hann hefði saknað Marouane Fellaini sem er meiddur.

„Alexis Sanchez var í stúkunni, Jesse Lingard var í stúkunni. Marouane Fellaini var kannski í stúkunni, kannski var hann heima - ég sá hann ekki. Eini sóknarmöguleikinn á bekknum var 18 ára gamall strákur sem hefur aldrei spilað alvöru aðalliðsleik."

„Miðað við hvernig leikurinn þróaðist var ekki viðeigandi að setja hann inn á," sagði Mourinho.

„Við höfðum engan Fellaini til að breyta leiknum eins og við gerum oft."
Athugasemdir
banner