Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. október 2018 12:09
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Messi í fatla
Hinn 31 árs Messi hefur verið frábær á tímabilinu.
Hinn 31 árs Messi hefur verið frábær á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Sport birtir á forsíðu sinni fyrstu myndina af Lionel Messi síðan hann handleggsbrotnaði í leik með Barcelona á laugardag.

Messi handleggsbrotnaði í sigri gegn Sevilla og Barcelona gaf það út að hann yrði frá í þrjár vikur.

Á forsíðu Sport er Messi í fatla eftir meiðslin.

Mikilvægir leikir eru framundan hjá Barcelona. Liðið mætir Inter í Meistaradeildinni á morgun og svo er El Clasico á sunnudaginn. Messi missir meðal annars af þessum leikjum.

Ousmane Demebele, Luis Suarez og Philippe Coutinho þurfa að sjá til þess að Messi verði ekki of sárt saknað.

LEIKIR SEM MESSI GÆTI MISST AF:
Inter (H) – 24. október, Meistaradeildin
Real Madrid (H) – 28. október
Cultural Leonesa (Ú) – 31. október, bikarinn
Rayo Vallecano (Ú) – 3. nóvember
Inter Milan (Ú) – 6. nóvember, Meistaradeildin
Real Betis (H), 11. nóvember
Athugasemdir
banner
banner
banner