Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. október 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Axel Óskar í sigurliði gegn fjórum Íslendingum
Axel hafði betur gegn Íslendingunum í Álasundi.
Axel hafði betur gegn Íslendingunum í Álasundi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í norsku 1. deildinni var Íslendingaslagur er Álasund fékk Viking frá Stavangri í heimsókn.

Það voru gestirnir sem höfðu betur, 3-1. Öll mörkin komu í seinni hálfleiknum.

Adam Örn Arnarson, Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson byrjuðu hjá Álasundi en hjá Viking lék Axel Óskar Andrésson í vörninni. Axel er í láni hjá Viking frá Reading.

Adam Örn þurfti að fara af velli á 29. mínútu, en Daníel Leó og Aron Elís fóru af velli á 62. mínútu og 66. mínútu.

Álasund hefur unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum og er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig, einu stigi frá toppsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir. Viking er í þriðja sæti með 52 stig, en liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner