þri 23. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
QPR fær tvo unga til sín þrátt fyrir félagaskiptabann
Charlie Rowan.
Charlie Rowan.
Mynd: premierleague.com
QPR er búið að krækja í tvo unga og efnilega leikmenn þrátt fyrir að félagið sé í félagaskiptabanni þar til næsta sumar.

Þeir koma frítt til félagsins enda báðir samningslausir og fá báðir samning út tímabilið.

Annar þeirra er Lewis Walker, 19 ára sóknarmaður sem yfirgaf Derby County í sumar. Hann er sonur Des Walker sem gerði garðinn frægan með Nottingham Forest, Sheffield Wednesday og enska landsliðinu.

Hinn er Charlie Rowan, 20 ára miðvörður sem yfirgaf Watford í sumar og hefur verið að æfa með Torino á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner