þri 23. október 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn CSKA lentu í skelfilegu slysi í Róm
Mynd: Getty Images
Að minnsta kosti 20 eru slasaðir eftir að rúllustigi gaf sig í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu í kvöld.

Samkvæmt því sem fram kemur á vef BBC eru flestir þeirra slösuðu stuðningsmenn CSKA Moskvu.

Búið er að loka lestarstöðinni og verið er að hjúkra að þeim sem slasaðir eru.

Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri segir að stuðningsmennirnir hafi verið að hoppa í stiganum og því hafi hann gefið sig. Hann segir jafnframt að tíu séu alvarlega slasaðir og þar á meðal hafi einn orðið fyrir því að missa fót í þessu skelfilega slysi.

CSKA Moskva er að spila við Roma í Meistaradeildinni í kvöld. Íslendingarnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson eru báðir í byrjunarliðinu hjá CSKA.

Við vörum við myndbandinu sem fylgir í tístinu hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner