Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 23. október 2018 09:00
Elvar Geir Magnússon
Þurfa styrk þriðja aðila til að geta samið við Bolt
Bolt í boltanum.
Bolt í boltanum.
Mynd: Getty Images
Ástralska félagið Central Coast Mariners segir ólíklegt að það geti náð samkomulagi við Usain Bolt nema það fái fjárstuðning frá þriðja aðila.

Þessi 32 ára Jamaíka maður er áttfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupi og á heimsmetið í 100 og 200 metra hlaupi.

Hann hefur lengi átt sér þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta og hefur verið að æfa og spila æfingaleiki með ástralska félaginu. Hann skoraði tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleik sínum.

Í yfirlýsingu segir Central Coast Mariners að Bolt hafi tekið góðum framförum hjá félaginu.

„Við teljum að hann muni bæta sig enn frekar með markvissum einstaklingsæfingum og fleiri mínútum í alvöru leikjum. Við erum að leita leiða til að geta samið við hann," segir í yfirlýsingunni.

Félagið er að leita að samstarfsaðilum til að geta samið við Bolt.

„Án fjárstuðnings frá þriðja aðila er ólíklegt að Usain Bolt og Central Coast Mariners geri samning."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner