Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. október 2018 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veikur Vardy - „Gat ekki melt ákvörðun dómarans"
Mynd: Getty Images
Leicester endaði 3-1 tapið gegn Arsenal í gær með 10 leikmenn inn á vellinum. Það fékk enginn rautt spjald, heldur fór Jamie Vardy af velli vegna veikinda.

Claude Puel, stjóri Leicester, ákvað að grínast á blaðamannafundi eftir leikinn þegar hann var spurður út í framherjann.

„Hann gat ekki melt ákvörðun dómarans," sagði Puel. Hann var þar að vísa til þess að fá ekki vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í hendi Rob Holding innan teigs. Puel var mjög ósáttur við ákvörðunina.

Vardy greindi frá því á Twitter fyrir stuttu að veikindi hefðu verið að hrjá hann og hann hefði verið slappur í seinni hálfleiknum. Þess vegna þurfti hann að hlaupa út af.

Vardy fullvissar stuðningsmenn að hann verði klár í næsta leik.





Athugasemdir
banner
banner
banner