Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. október 2019 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Chamberlain skoraði tvö
Tvenna frá Håland dugði ekki gegn Napoli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Benfica er enn á lífi eftir sigur gegn Lyon.
Benfica er enn á lífi eftir sigur gegn Lyon.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain var í byrjunarliði Liverpool og skoraði tvennu í góðum sigri á útivelli gegn belgíska félaginu Genk.

Liverpool leiddi 0-1 í leikhlé en heimamenn sýndu góðar rispur og komu knettinum meðal annars í netið, en markið dæmt af vegna rangstöðu. Rangstaðan virtist vera til staðar en hún var mjög tæp.

Chamberlain tvöfaldaði forystu meistaranna í síðari hálfleik áður en Sadio Mane og Mohamed Salah gerðu endanlega út um leikinn. Heimamenn minnkuðu muninn en það nægði ekki og er Liverpool komið upp í sex stig eftir þrjár fyrstu umferðir riðlakeppninnar.

Napoli er á toppi riðilsins með sjö stig eftir sigur í Salzburg, þar sem Norðmaðurinn ungi Erling Braut Håland gerði tvennu fyrir heimamenn.

Dries Mertens skoraði tvö fyrir Napoli en það var Lorenzo Insigne sem tryggði sigurinn. Hann kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið á 73. mínútu.

E-riðill:
Salzburg 2 - 3 Napoli
0-1 Dries Mertens ('17 )
1-1 Erling Braut Håland ('41 , víti)
1-2 Dries Mertens ('64 )
2-2 Erling Braut Håland ('72)
2-3 Lorenzo Insigne ('73)

Genk 1 - 4 Liverpool
0-1 Alex Oxlade-Chamberlain ('2 )
0-2 Alex Oxlade-Chamberlain ('57 )
0-3 Sadio Mane ('77)
0-4 Mohamed Salah ('87)
1-4 Stephen Odey ('88)



Í F-riðli hafði Inter betur gegn Borussia Dortmund í miklum baráttuleik þar sem ekki var mikið um færi.

Lautaro Martinez skoraði og klúðraði vítaspyrnu áður en Antonio Candreva innsiglaði sigurinn undir lokin.

Barcelona heimsótti Slavia til Prag á sama tíma og lenti í miklum erfiðleikum gegn líflegum Tékkum.

Bæði lið fengu mikið af færum og voru Börsungar heppnir að sleppa frá Prag með þrjú stig.

Barca er með sjö stig á toppi riðilsins. Inter og Dortmund fylgja með fjögur stig og er Slavia Prag með eitt stig.

F-riðill:
Inter 2 - 0 Dortmund
1-0 Lautaro Martinez ('22 )
2-0 Antonio Candreva ('89)

Slavia Prag 1 - 2 Barcelona
0-1 Lionel Messi ('3 )
1-1 Jan Boril ('50 )
1-2 Peter Olayinka ('57 , sjálfsmark)



Benfica náði þá í sín fyrstu stig í G-riðli þökk sé sigurmarki frá Pizzi í hörkuleik gegn Lyon.

Riðillinn er galopinn en RB Leipzig tók toppsætið með sigri gegn Zenit fyrr í dag.

Í H-riðli gerðu tíu leikmenn Valencia jafntefli við Lille í Frakklandi. Denis Cheryshev kom Valencia yfir og fékk Mouctar Diakhaby rautt spjald á 84. mínútu.

Jonathan Ikone jafnaði í uppbótartímanum og komust heimamenn nálægt því að krækja í öll þrjú stigin en inn fór boltinn ekki.

Lille gjörsamlega stjórnaði leiknum frá fyrstu mínútu en færanýtingin var skelfileg.

Lille er aðeins með eitt stig eftir þrjár umferðir og þarf að vinna næstu tvo leiki til að blanda sér í toppbaráttuna með Ajax og Chelsea.

G-riðill:
Benfica 2 - 1 Lyon
1-0 Rafa Silva ('4 )
1-1 Memphis Depay ('70)
2-1 Pizzi ('86)

H-riðill:
Lille 1 - 1 Valencia
0-1 Denis Cheryshev ('63 )
1-1 Jonathan Ikone ('95)
Rautt spjald: Mouctar Diakhaby, Valencia ('84)
Athugasemdir
banner
banner