Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. október 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Stórleikur í Amsterdam
Inter mætir Dortmund á San Siro
Donny van de Beek er lykilmaður í liði Ajax.
Donny van de Beek er lykilmaður í liði Ajax.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham og Mason Mount gætu gert Hollendingum lífið leitt.
Tammy Abraham og Mason Mount gætu gert Hollendingum lífið leitt.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hefur verið að glíma við meiðsli en ferðast með liðinu til Belgíu.
Mohamed Salah hefur verið að glíma við meiðsli en ferðast með liðinu til Belgíu.
Mynd: Getty Images
Þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld og eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Fimm leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og aukastöðvum.

Lærisveinar Frank Lampard stíga fyrstir í sviðsljósið er þeir heimsækja Ajax rétt fyrir klukkan 17:00 á íslenskum tíma.

Liðin eru í H-riðli og er Ajax á toppinum með sex stig eftir tvær umferðir. Ajax sigraði Valencia 0-3 í síðustu umferð. Chelsea er með þrjú stig eftir óverðskuldað tap gegn Valencia í fyrstu umferð.

Það ríkja mikil meiðslavandræði í herbúðum Chelsea um þessar mundir og eru fimm mikilvægir leikmenn frá vegna meiðsla. N'Golo Kante er þar á meðal.

Síðar fer restin af leikjunum af stað og þar á Liverpool leik við Genk í E-riðli. Jürgen Klopp verður án Joel Matip, Trent Alexander-Arnold og Xherdan Shaqiri.

Liverpool er með þrjú stig eftir tvær umferðir og á möguleika á að ná toppsætinu með sigri. Napoli, sem er í toppsætinu með fjögur stig, heimsækir sterkt lið Salzburg á sama tíma. Napoli gerði markalaust jafntefli í Genk í síðustu umferð.

Inter tekur á móti Borussia Dortmund í F-riðli og verða gestirnir án Marco Reus, Paco Alcacer og Marcel Schmelzer á San Siro.

Dortmund og Barcelona, sem heimsækir Slavia Prag, eru saman á toppinum með fjögur stig. Inter er með eitt stig og þarf því sigur í kvöld.

E-riðill:
19:00 Genk - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Salzburg - Napoli (Stöð 2 Sport 3)

F-riðill:
19:00 Inter - Dortmund (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Slavia Prag - Barcelona (Stöð 2 Sport 5)

G-riðill:
16:55 RB Leipzig - Zenit
19:00 Benfica - Lyon

H-riðill:
16:55 Ajax - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Lille - Valencia
Athugasemdir
banner
banner