Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. október 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Dyche ósáttur við öskur og svindl í vítateignum
Ekki skemmt.
Ekki skemmt.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Burnley, er ósáttur við að sjá tilburði leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir reyna að fiska vítaspyrnur.

Burnley hefur lítið fengið af vítaspyrnum undanfarin ár en tölfræði í júní síðastliðnum sýndi að liðið fær fæstar vítaspyrnur í stærstu deildum Evrópu eða einungis fjórar vítaspyrnur í síðustu 105 leikjum.

„Ég hef séð svo mörg víti dæmd á þessu tímabili þar sem ekkert er í gangi. Það nýja sem menn gera núna er að gera sér upp meiðsli og leikmenn öskra og halda um andlitið," sgaði Dyche.

„Af því að leikið er á tómum leikvöngum þá getur þú öskrað og það virðist láta dómarana hugsa öðruvísi. Það hafa alltaf verið til klókir framherjar sem fara niður þegar er brot í teignum."

„Núna hins vegar ertu með klárt svindl og atriði þar sem leikmenn eru klárlega að gera sér upp meiðsli, öskra og skrækja."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner