Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Jón Þór: Nauðsynlegir dagar að komast í fótbolta og spil
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið æfir þessa dagana í Svíþjóð til að undirbúa sig fyrir leik liðsins gegn Svíum í undankeppni Evrópumótsins en Jón Þór Hauksson, þjálfari landsliðsins, ræddi undirbúninginn fyrir leikinn.

Íslenska landsliðið hélt til Gautaborgar síðasta þriðjudag til að æfa við kjöraðstæður til að undirbúa liðið fyrir stórleikinn gegn Svíum en íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins með 13 stig og með leik til góða á Svía.

Leikurinn á þriðjudag er því gríðarlega mikilvægur í baráttunni um Evrópusæti en Jón Þór var í viðtali á Twitter-síðu KSÍ í dag.

„Það hefur gengið hrikalega vel og gengið allt að óskum. Við höfum æft við frábærar aðstæður og í frábæru veðri og allt hefur gengið bara vel," sagði Jón Þór.

Ekkert hefur verið spilað á Íslandi síðan 4. október og hafa íþróttir með snertingum ekki verið leyfðar og því var brugðist við með því að fara í æfingabúðir í Svíþjóð.

„Það getur verið lykilatriði fyrir okkur að komast í fótbolta og fyrir leikmennina sem spila heima þá eru þetta nauðsynlegir dagar að komast í fótbolta og í spil. Við höfum nýtt tímann mjög vel en á móti kemur að þetta hefur verið svolítið stopp hjá þeim. Við höfum líka þurft að passa upp á álagið og fara ekki of geyst af stað en við erum til allra hamingju með frábært teymi af sjúkraþjálfurum sem hugsa vel um þær milli æfinga þannig allir geta verið ferskir og heilir og það er algert lykilatriði fyrir þriðjudaginn að við náum öllum heilum og ferskum og allir klárir í slaginn."

Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli er liðin spiluðu á Laugardalsvelli í lok september en liðin eru taplaus í riðlinum og því mikið undir.

„Það er ekki mikið úr þeim leik sem við getum nýtt okkur í okkar undirbúningi fyrir þriðjudaginn. Við erum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkar hlutum og þróa og bæta okkar leik og það er það sem mun skipta máli á þriðjudaginn en það eru auðvitað alltaf einhverjir punktar í leik Svía. Þeir eru eins og við vitum með þétt lið og stóran og öflugan hóp og notuðu hann í gær. Þeir spiluðu sextán leikmönnum í gær og það er alltaf eitthvað í því en við erum fyrst og fremst að huga að okkar æfingum hér og okkar liði," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner