Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 23. nóvember 2018 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Bose-mótið: HK byrjar á sigri gegn FH
Davíð Þór Viðarsson og Frans Elvarsson eigast við í leiknum í kvöld.
Davíð Þór Viðarsson og Frans Elvarsson eigast við í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 2 - 1 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson ('3)
1-1 Bjarni Gunnarsson ('25)
2-1 Valgeir Valgeirsson ('71)

HK lagði FH að velli í eina leik kvöldsins í Bose-mótinu. Leikið var í Kórnum og komust gestirnir frá Hafnarfirði yfir snemma leiks, þegar Baldur Logi Guðlaugsson skoraði á þriðju mínútu.

Bjarni Gunnarsson jafnaði fyrir HK og gerði Valgeir Valgeirsson sigurmarkið í síðari hálfleik.

Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, lék með HK í leiknum og þá var Albert Hafsteinsson, leikmaður ÍA, í liði FH-inga.

Þetta var fyrsti leikur HK í Bose-mótinu en FH tapaði fyrir Blikum í fyrstu umferð. Það verður því úrslitaleikur á milli Kópavogsliðanna um fyrsta sæti riðilsins næsta fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner