Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Uppsagnarákvæði í desember - Vanda hrifin af hugmyndum Arnars um fótbolta
Icelandair
Vanda Sigurgeirsdóttir
Vanda Sigurgeirsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun A-landsliðsins í desember í fyrra.
Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun A-landsliðsins í desember í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst hvaða aðili myndi segja samningi Arnars upp ef kæmi til þess.
Óvíst hvaða aðili myndi segja samningi Arnars upp ef kæmi til þess.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðsins.
Íslenska karlalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag var hringt í Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ. Íslenska karlalandsliðið lauk leik í undankeppni HM fyrir rúmri viku síðan og var samningsstaða landsliðsþjálfaranna eitt af því sem var til umræðu.

Vanda var hress og má heyra umræðuna í spilaranum neðst í spilaranum og hefst eftir 10 mínútur af þættinum.

„Þetta var mikið ævintýri að fá að fylgja og sjá breytingarnar sem hafa orðið frá því ég fór síðast í landsliðsferð sem var 1998. Þetta var mjög áhugavert, ég er þjálfari í grunninn og fyrrum leikmaður þannig mér fannst þetta mjög skemmtilegt," sagði Vanda.

Vill að raddir allra heyrist
Það hafði verið fjallað um að hún ætlaði að ræða við leikmenn landsliðsins. Vanda var spurð hvort fundirnir hefðu verið jafn formlegir og fjölmiðlar hefðu látið þá hljóma.

„Nei, þeir voru það nú ekki. Ég var hluta tímans í smitgát og þurfti því hluta af ferðinni að einangra mig frá þeim, það hefði verið með því verra sem ég gat hugsað mér að smita landsliðsmenn rétt fyrir landsleik. Ég notaði þetta tækifæri og Ásgrímur Helgi, formaður landsliðsnefndar, til þess að fylgjast með, sjá hvað væri í gangi og til þess að kynnast þessum ungu og efnilegu strákum sem við eigum. Það er á döfinni að ræða við leikmenn."

„Ég hef mikinn áhuga á því að það séu leikmannaráð, það er í raun það sem ég var að tala um. Það er eitthvað sem bíður betri tíma. Ég vil hlusta á raddir og heyra ef það er eitthvað, að það sé leið til þess að það komi til okkar. Það er partur af þessu samtali sem ég hef talað um að mér finnst mikilvægt. Það þarf að ná alla leið niður til leikmanna. Ég vil líka búa til svipað fyrir börn og unglinga í hreyfingunni. Ef maður skoðar UEFA þá er til svokallað „Youth council", ég vil að raddir allra, ekki bara sumra, heyrist,"
sagði Vanda sem sagði þetta part af stefnumótun sinni varðandi framtíðina.

Hrifin af hugmyndum Arnars um fótbolta
Þegar Arnar Þór Viðarsson var tilkynntur var tilkynnt að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við sambandið. Svo kemur í ljós að hann sé þriggja ára og svo hefur verið talað um uppsagnarákvæði á samningnum eftir undankeppnina.

„Hvernig eru samningamálin nákvæmlega?" spurði Elvar Geir Magnússon.

„Uppsagnarákvæðið er í desember. Það er gluggi þar sem báðir aðilar geta sagt upp samningum. Mér finnst fín regla að ræða ekki starfsmannamál opinberlega fyrr en við erum búin að útkljá þau innanhúss. Ég get hins vegar talað um mína eigin skoðun. Það eru svo fleiri sem koma að þessari ákvörðun og mér finnst mikilvægt að það komi fram."

„Ég hef sagt áður að mér finnst að Arnar Þór hafi lent í aðstæðum sem líklega enginn þjálfari á undan honum hafi lent í. Þar af leiðandi getum við velt því upp hversu sanngjarnt þetta er og hversu mörg tækifæri hann hefur fengið til þess að sýna í hvað honum býr."

„Svo er það líka þannig að ég persónulega er hrifin af mörgum hugmyndum hans varðandi fótbolta, hvernig á að spila. Við vitum öll að við erum með ungt lið og á næstu árum þarf að fara fram mikil uppbygging. Framtíðarsýnin hans er mjög skýr, hann hefur áður byggt upp unga leikmenn og hefur sýnt árangur í því."

„Ég hefði haldið að það væri gaman að taka fund með Arnari um hans framtíðarsýn því hún er mjög áhugaverð. Hann hefur skoðað þetta allt, alls konar tölfræði og er mjög faglegur í allri þeirri vinnu."

„Ég er þar að mér finnst annars vegar ósanngjarnt að dæma hann af því sem undan hefur gengið og hins vegar líst mér vel á hans pælingar varðandi framtíðina."


Óljóst hver tæki ákvörðunina
Elvar spurði Vöndu hvort staða Arnars yrði rædd á fundi stjórnar.

„Ég hef aðeins verið finna út úr því hver það er sem tekur þessa ákvörðun. Það er ekki alveg skýrt en ég hef rætt það aðeins við stjórnina. Ég tók þá reglu að setja allt upp á borð gagnvart stjórninni og engu sópað undir teppið þannig höfum verið að taka ákvarðanir saman."

„Nú er ég að tala um mína skoðun en þetta er innanhúsákvörðun og eitthvað sem við eigum eftir að skoða betur. Ég hef sagt það áður að ég hef stutt við Arnar og mér finnst mikilvægt að gera það. Það er erfitt vinna þetta starf ef við sem erum á bakvið styðjum ekki við bakið á honum, ég myndi ekki vilja vera í þeim sporum,"
sagði Vanda.

Hún segir að ekki hafi verið rætt um stöðu yfirmanns fótboltamála en Arnar Þór gegnir því hlutverki meðfram því að þjálfa A-landsliðins.

„Við vorum í málum sem við urðum að taka á. En nú er komið að þeim tíma að við horfum meira og meira til framtíðar."
Útvarpsþátturinn - Stóru málin í íslenska og enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner