Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. janúar 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
Dodo aftur heim til Brasilíu
Mynd: Getty Images
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Dodo hefur yfirgefið Sampdoria og er kominn heim. Hann hefur verið lánaður til Cruzeiro.

Cruzeiro er með klásúlu um að geta keypt Dodo alfarið eftir tímabilið.

Dodo spilaði á síðasta ári í Brasilíu en hann var þá lánaður til Santos.

Þessi 26 ára leikmaður kom fyrst til Ítalíu 2012 og spilaði fyrir Roma og Inter áður en hann gekk í raðir Sampdoria.

Ferill hans á Ítalíu náði aldrei neinu flugi og hann náði hvergi að festa sig í sessi.

Aðrar fréttir tengdar Sampdoria: Sóknarmaðurinn Gianluca Caprari þarf að fara í aðgerð á hægri fæti og spilar ekki á næstunni. Liðið situr í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner