Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. janúar 2019 09:41
Oddur Stefánsson
Heimild: Sky Sports 
Everton segir Gueye ekki vera til sölu
Mynd: Getty Images
Everton segir að miðjumaðurinn Idrissa Gana Gueye sé alls ekki til sölu þrátt fyrir áhuga frá PSG.

Sky greinir frá því að frönsku meistararnir hefðu boðið 22 milljónir punda fyrir miðjumanninn en Everton segir að þeir hafi ekki fengið nein tilboð í Gueye og að þeir myndu ekki samþykkja nein tilboð í leikmanninn ef svo væri.

Þjálfari PSG Thomas Tuchel er ákveðinn í að reyna ná 29 ára gamla Senegalanum þar sem Adrien Rabiot og Lassana Diarra eru líklega á leiðinni burt frá París.

Vegna fjárhagsreglum (Financial Fair Play Regulation) getur PSG aðeins borgað 26 milljónir punda og eru að leita af öðrum möguleikum og hefur félagið verið orðað við Leandro Paredes leikmann Zenit og Julian Weigel leikmann Dortmund.

Marco Veratti, miðjumaður PSG, meiddist þegar PSG vann Guingamp 9-0 í deildinni um daginn og gæti misst af Meistaradeildarleiknum við Manchester United í febrúar.

Everton situr í 11. sæti deildarinnar og Idrissa Gueye byrjaði tímabilið vel og hefur heilt yfir verið góður hjá Everton þar sem hann leikur með Gylfa Þór Sigurðssyni.
Athugasemdir
banner
banner