Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. janúar 2023 09:47
Elvar Geir Magnússon
„Hefur komið í bakið á Pep að selja Zinchenko til Arsenal“
Oleksandr Zinchenko.
Oleksandr Zinchenko.
Mynd: Getty Images
Úkraínska hetjan í Arsenal, Oleksandr Zinchenko, er orðinn tákngervingur fyrir áhyggjur Manchester City. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn Dan Marsh hjá Daily Mirror.

Tveir leikmenn yfirgáfu Manchestet City síðasta sumar og gengu í raðir Arsenal, sem nú er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Zinchenko og Gabriel Jesus.

„Það er sérstaklega forvitnilegt að horfa til sölunnar á Zinchenko. Hann var oftast varaskeifa fyrir Joao Cancelo sem var ósnertanlegur í byrjunarliði City. Pep Guardiola hrósaði Úkraínumanninum fjölhæfa í hástert þegar hann gaf grænt ljós á að hann yrði seldur til Lundúna. Sú ákvörðun hefur nú komið í bakið á Pep," segir Marsh.

„Zinchenko hefur þurft að glíma við meiðslavandræði á Emirates en hefur hinsvega verið áhrifamikill í titilbaráttu Arsenal. Það er kaldhæðnislegt að á meðan hann hefur blómstrað þá hefur hinn áður áreiðanlegi Cancelo verið að bregðast hjá City."

Marsh segir að Zinchenko hafi ekki bara haft áhrif með frammistöðu innan vallarins, hann sé leiðtogi og með mikið sigurhugarfar. Leikmaðurinn átti stórleik á sunnudag þegar Arsenal vann Manchester United og hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna í London.

Sjá einnig:
Zinchenko: Þarf að horfa á þetta aftur áður en ég fer að sofa
Athugasemdir
banner
banner
banner