mán 24. febrúar 2020 10:06
Magnús Már Einarsson
VAR dómarinn vissi ekki af afsökunarbeiðninni
Lo Celso var heppinn að fá ekki rautt spjald.
Lo Celso var heppinn að fá ekki rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Giovani Lo Celso, leikmaður Tottenham, slapp með skrekkinn í leiknum gegn Chelsea um helgina en hann var ekki rekinn af velli eftir að hann traðkaði ofan á Cesar Azpilicueta.

David Coote, VAR dómari leiksins, skoðaði atvikið og mat það svo að Lo Celso hefði verið að reyna að ná boltanum af Azpilicueta.

Áður en leik var lokið hafði enska úrvalsdeildin sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að VAR dómarinn hefði haft rangt fyrir sér og að Lo Celso hefði átt að fá rauða spjaldið.

VAR dómarar mega ekki vera í sambandi við neinn á meðan á leik stendur og því vissi Coote ekkert af afsökunarbeiðninni fyrr en hann fór á fund eftir leik.

Coote fékk þar þau skilaboð að hann hefði átt að láta reka Lo Celso af velli eða láta Michael Oliver, dómara leiksins, fara í skjáinn á Stamford Bridge og skoða atvikið.

Coote baðst afsökunar á mistökum sínum en hann var einnig VAR dómari í leik Leicester og Manchester City síðdegis á laugardaginn. Hefð er fyrir því að VAR dómarar taki tvo leiki sama daginn á Englandi og Coote á ekki von á refsingu þrátt fyrir mistök sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner