Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. mars 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
París
Gylfi: Getum að sjálfsögðu náð úrslitum gegn Frökkum
Icelandair
Gylfi í leiknum gegn Andorra á föstudag.
Gylfi í leiknum gegn Andorra á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, skærasta stjarna íslenska landsliðsins, er brattur fyrir komandi leik gegn heimsmeisturum Frakklands.

„Ég held að við flestir höfum spilað á svona 60-70% (gegn Andorra). Við vorum að spara okkur undir lokin. Það var fínt að klára þetta og geta farið að undirbúa sig undir alvöru leik," segir Gylfi.

Getum við náð einhverju úr leiknum gegn Frökkum?

„Að sjálfsögðu. Það er allt hægt. Við þurfum að spila betur gegn þeim en við gerðum á Evrópumótinu. Þeir eru með hörkulið og þetta verður gríðarlega erfitt. En við höfum sýnt það þegar við spilum vel gegn stóru liðunum erum við oft í möguleika," segir Gylfi og minnist á 5-2 tapið í 8-liða úrslitum EM 2016.

Leikurinn annað kvöld verður klukkan 19:45 að íslenskum tíma, á Stade de France.

Viðar Örn Kjartansson, sem skoraði annað markið í 2-0 sigrinum gegn Andorra, er einnig brattur fyrir komandi leik.

„Við áttum að vinna síðasta leik gegn Frakklandi. Það er allt hægt í fótbolta. Vonandi náum við í úrslit í París," segir Viðar en Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október.


Athugasemdir
banner
banner
banner