Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. mars 2019 12:15
Elvar Geir Magnússon
París
Hannes: Þurfum að finna leið til að stöðva Mbappe
Icelandair
Hannes ræðir við markvarðaþjálfara Íslands.
Hannes ræðir við markvarðaþjálfara Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eins verðugt verkefni og þau gerast," segir landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson um komandi leik gegn Frakklandi.

Frakkland og Ísland eigast við í undankeppni EM annað kvöld.

„Við erum bara þannig lið að við vitum að hægt er að ná úrslitum gegn hverjum sem er á góðum degi. Við munum trúa því þegar við förum í Frakkana."

Þegar Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttuleik í október breytti innkoma Kylian Mbappe leiknum. Mbappe er einn besti leikmaður heims en Hannes var spurður um álit sitt á honum.

„Ég horfi svo lítið á fótbolta. Ég sá hann bara þegar hann setti tvö á móti okkur um daginn! En hann er augljóslega 'next level' leikmaður. Hann kom inn og gjörbreytti þeim leik. Við þurfum væntanlega að eiga við hann í 90 mínútur núna og þurfum að finna leið til að stöðva hann," segir Hannes.
Athugasemdir
banner
banner