Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. mars 2019 17:16
Elvar Geir Magnússon
Hugo Lloris hleður Gylfa lofi
Icelandair
Hugo Lloris, fyrirliði Frakklands.
Hugo Lloris, fyrirliði Frakklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stade de France, heimavöllur Frakka.
Stade de France, heimavöllur Frakka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Frakka, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann ræddi þar um komandi landsleik gegn Íslandi.

Lloris segir að áhorfendur geti búist við mun betri frammistöðu frá franska liðinu en það sýndi í 2-2 jafnteflinu í vináttulandsleiknum í október.

„Þetta verður allt öðruvísi leikur. Í vináttuleikjum gefur þú stundum ekki allt í verkefnið og við spiluðum ekki vel. Aðstæður eru allt öðruvísi. Við tökum þessum leik á morgun alvarlega. Þetta er betra lið en Moldavía," segir Lloris.

„Íslendingar eru líkamlega sterkir og góðir í föstum leikatriðum, hættulegar aukaspyrnur og innköst. Þetta eru miklir keppnismenn sem sýna mikla baráttu. Við þurfum að hefja leikinn einbeittir og ef við náum fram okkar leik verður þetta erfitt fyrir þá."

Lloris um Kylian Mbappe, sóknarmanninn unga:

„Það vita allir gæðin sem Mbappe býr yfir. Hann er þroskaður einstaklingur þó hann sé ungur. Hann virðir samherja sína o ger mjög metnaðarfullur. Hann hefur alltaf verið mjög fagmannlegur í hópnum."

Lloris um Gylfa Þór Sigurðsson:

„Hann er þekktur um allan heim og hefur gert frábæra hluti í enska úrvalsdeildinni. Hann er lykilmaður í Everton og íslenska landsliðinu. Hann er leiðtogi, frábær karakter og góður leikmaður. Við þurfum að passa okkur á honum. Hann getur skapað hættu úr aukaspyrnum."

Leikur Frakklands og Íslands verður 19:45 á morgun, 20:45 að staðartíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner