Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. mars 2019 12:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenska U17 ára lið kvenna tapaði gegn Danmörku
Mynd: Magnús Örn Helgason
Íslenska U17 ára lið kvenna mætti í dag Danmörku í öðrum leik sínum í milliriðli fyrir EM2019.

Íslenska liðið vann sinn fyrsta leik gegn Ítalíu, 2-1. Danska liðið hafði gert 1-1 jafntefli við Slóveníu í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Danmörk skoraði bæði mörk leiksins og vann því leikinn 2-0. Danmörk er þar með komið á topp riðilsins með fjögur stig. Íslenska liðið er í öðru sæti með þrjú stig.

Slóvenía og Ítalía mætast klukkan tvö í dag í sama riðli.

Á miðvikudaginn leikur íslenska liðið við Slóveníu og þarf að treysta á hagstæð úrslit til þess að eiga von á sæti á EM.


Athugasemdir
banner
banner