Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. mars 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ítalir spenntir fyrir Kean og Barella - Njósnarar frá Arsenal á vellinum
Mynd: Getty Images
Moise Kean, 19 ára leikmaður Juventus, skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir ítalska landsliðið. Liðið vann 2-0 sigur gegn Finnlandi í gær og eru ítalskir fótboltaáhugamenn handvissir um að framtíðin sé björt.

„Ég hef passað upp á að vera alltaf klár ef kallið kæmi. Það eru mörg met sem ég vil slá," sagði Kean eftir leik.

Hann er næst yngsti leikmaður sem hefur skorað fyrir ítalska A-landsliðið.

Nicolo Barella skoraði hitt mark Ítalíu en hann er 22 ára miðjumaður Cagliari og er mjög eftirsóttur. Hann hefur verið orðaður við ýmis stór lið, meðal annars á Englandi. Njósnarar frá Arsenal voru á vellinum í gær.

„Ég fékk mikið frjálsræði í leiknum og er ánægður með það. Ég tileinka Cagliari þetta mark!" sagði Barella eftir leik.

Ítalía fær Helga Kolviðsson og lærisveina í Liechtenstein í heimsókn til Parma á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner