sun 24. mars 2019 15:41
Elvar Geir Magnússon
París
Kingsley Coman ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Kingsley Coman er 22 ára.
Kingsley Coman er 22 ára.
Mynd: Getty Images
Franska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Kingsley Coman, sóknarleikmaður Bayern München, verður ekki með í landsleiknum gegn Íslandi á morgun.

Coman átti að byrja gegn Moldavíu en vegna verkja í baki og mjöðm tók hann ekki þátt í leiknum.

Nú er ljóst að hann getur heldur ekki verið með annað kvöld.

Áður hafði bakvörðurinn Lucas Digne dottið út úr hópnum vegna meiðsla en Didier Deschamps kallar ekki inn nýjan mann þrátt fyrir meiðsli.

Svona var byrjunarlið Frakklands í leiknum gegn Moldavíu: Lloris (m); Pavard, Varane, Umtiti, Kurzawa; Kante, Pogba, Matuidi; Mbappe, Griezmann, Giroud.

Franskir fjölmiðlar telja að varnarmaðurinn Presnel Kimpembe hjá PSG muni koma inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Íslandi í stað Samuel Umtiti, sem spilar fyrir Barcelona. Umtiti hefur mikið verið meiddur á tímabilinu og verður væntanlega hvíldur.

Athugasemdir
banner
banner