Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 24. mars 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn C-deild: Magnús Stefánsson skoraði fernu
Kormákur/Hvöt með sterkan sigur á Víkingsvelli
Ein gömul en góð af Hilmari Þór Kárasyni. Hilmar skoraði sigurmark Kormáks/Hvatar í gær.
Ein gömul en góð af Hilmari Þór Kárasyni. Hilmar skoraði sigurmark Kormáks/Hvatar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir fóru fram í gær í C-deild Lengjubikars karla. Tveir þeirra fóru fram í riðli 1.

Snæfell vann góðan sigur á Mídasi og er með fullt hús stiga á toppi riðilsins. Þá gerðu Ýmir og KFS 1-1 jafntefli í sama riðli. KFS og Ýmir hafa fjögur stig og eru í 2. og 3. sæti í riðlinum. Mídas og Kóngarnir verma botnsætinn og eru án stiga.

Mikil spenna er í riðli 3. Berserkir og KB eru jöfn á toppi riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki. SR, GG og Kormákur/Hvöt koma svo í kjölfarið, öll með þrjú stig eftir tvo leiki. Kormákur/Hvöt lagði í gær Berserki á Víkingsvelli með einu marki gergn engu. Hilmar Þór Kárason skoraði sigurmarkið á 64. mínútu leiksins.

Hvíti riddarinn styrkti stöðu sína á toppi riðils 4 með 4-0 sigri á Vatnaliljum í gær. Hvíti er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Álafoss, Árborg og Vatnaliljur hafa öll þrjú stig. KFR situr á botni riðilsins, án stiga.

Loks vann Björninn 8-0 sigur á Afríku í riðli 5. Fjögur markanna gerði Magnús Stefánsson. Björninn skoraði fimm mörk í seinni hálfleik, þar af fjögur á síðustu tíu mínútum leiksins. Björninn er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, tveimur stigum færra en Úlfarnir hafa á toppi riðilsins.

Riðill 1
Mídas 2-5 Snæfell
0-1 Carles Martinez Liberato ('10)
0-2 Karolis Gvildys ('14)
0-3 Milos Jancijevic ('23)
1-3 Óskar Þór Jónsson ('36)
1-4 Marius Ganusauskas ('56)
2-4 Óskar Þór Jónsson ('85, víti)
2-5 Marius Ganusauskas ('90)

Ýmir 1-1 KFS
0-1 Ásgeir Elíasson ('62)
1-1 Símon Pétur Ágústsson ('67)

Riðill 3
Berserkir 0-1 Kormákur/Hvöt
0-1 Hilmar Þór Kárason ('64)

Riðill 4
Hvíti riddarinn 4-0 Vatnaliljur
1-0 Eiríkur Þór Bjarkason ('10)
2-0 Eiríkur Þór Bjarkason ('25)
3-0 Ísak Pétur Bjarkason Clausen ('71)
4-0 Haukur Eyþórsson ('78)

Riðill 5
Björninn 8-0 Afríka
1-0 Magnús Stefánsson ('2)
2-0 Sólon Kolbeinn Ingason ('24)
3-0 Magnús Stefánsson ('35)
4-0 Sigurður Sigurðsson ('56)
5-0 Magnús Orri Magnússon ('80)
6-0 Magnús Stefánsson ('82)
7-0 Magnús Stefánsson ('83)
8-0 Magnús Stefánssn ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner