Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 24. mars 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörkin: U17 gerði jafntefli við Þýskaland
Mynd: KSÍ
Íslenska U17-ára landslið karla mætti í gær Þýskalandi í öðrum leik sínum í milliriðli fyrir EM2019.

Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli liðanna á EWR vellinum í Þýskalandi.

Ísland er í efsta sæti riðilsins með fjögur stig eftir sína fyrstu tvo leiki í riðlinum. Þjóðverjar og Hvít-Rússar sitja í 2.-3. sæti með tvö stig og Slóvenar eru með eitt stig.

Sigurliðið í riðlinum fer áfram á lokamótið, en sjö lið með bestan árangur í öðru sæti í hverjum riðli fara einnig áfram. Er Ísland því í fínum málum fyrir lokaleik sinn gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudag.

Lokakeppnin fer fram á Írlandi í maí.

Andri Lucas Guðjoðhnsen skoraði öll þrjú mörk Íslands í leiknum og seinni tvö þeirra komu af vítapunktinum. Mörkin má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner