Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. mars 2019 18:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Southgate: Grealish þarf að spila í úrvalsdeildinni
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish leikmaður Aston Villa hefur ekki fengið tækifæri með enska A-landsliðinu enn sem komið er.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands segir að það myndi gera líkurnar meiri að vera valinn í hópinn ef hann myndi spila í úrvalsdeildinni en eins og fyrr segir leikur Grealish með Aston Villa í Championship deildinni.

„Það er alltaf erfitt að velja hópinn, það geta allir séð að þetta er leikmaður með mikil gæði. En hann þyrfti að spila gegn ennþá sterkari andstæðingum og sýna gæði sín gegn þeim bestu," sagði Southgate.

„Ég nefni sem dæmi Callum (Hudson-Odoi) hann spilar í Evrópudeildinni, hann spilar í úrvalsdeildinni og það hefur sitt að segja þegar ég þarf að taka loka ákvörðun um hver á að vera í hópnum. Ég á ekki við að ég útiloki algjörlega Championship deildina þegar kemur að því að velja í hópinn en líkurnar eru minni ef maður spilar þar."

Enska landsliðið er mætt til Svartfjallalands þar sem þeir mæta heimamönnum í undankeppni EM annað kvöld, Englendingar byrjuðu undankeppnina á 5-0 sigri gegn Tékklandi.
Athugasemdir
banner
banner