Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2019 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn Gabon segja Aubameyang að hætta í landsliðinu
Mynd: Getty Images
Gabon mistókst í gær að tryggja sig inn í úrslitakeppni Afríkukeppninnar. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Burundi í lokaleik sínum í riðlinum. Sigur hefði fleytt Gabon áfram.

Pierre-Emerick Aubameyang, leimaður Arsenal, átti ekki góðan leik og hans helsta framlag var að fá gult spjald í leiknum. Fyrir leik voru um það efasemdir hvort að Aubameyang myndi yfir höfuð mæta í leikinn. Aubameyang hafði aðeins spilað í tveimur af síðustu fimm leikjum Gabon.

Aubameyang hefur áður talað um það að hann sé að íhuga að hætta að leika með landsliði Gabon.

Í morgun greindi Sunday Times frá því að Aubameyang væri við það að hætta í landsliðinu.

Stuðningsmenn Gabon hafa kallað eftir því að hann hætti með landsliðinu þar sem að endurkoma hans í landsliðið gerði nákvæmlega ekki neitt fyrir liðið. Aubameyang tók hræðilega aukaspyrnu undir lok leiks í gær og stuðningsmenn voru vægast sagt ósáttir með framlag hans.

Aukaspyrnu Aubameyang má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner