sun 24. mars 2019 13:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuchel fær nýjan samning þrátt fyrir tapið gegn United
Mynd: Getty Images
PSG tapaði á dögunum gegn Manchester United í sextán-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með dramatískum hætti.

PSG hefur þrátt fyrir mikla eyðslu undanfarin ár ekki komist langt í Meistaradeildinni. Liðið hefur ekki komist lengra en í átta-liða úrslit keppninnar.

Thomas Tuchel, stjóri PSG, er við það að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við PSG samkvæmt Telefoot. Samningurinn mun gilda út þar næstu leiktíð. Staðfesting á því á að koma á allra næstu dögum.

Þetta er að mati Telefoot það fyrsta góða sem PSG gerir eftir þetta erfiða tap félagsins gegn United. Tuchel sér fram á launahækkun í samningi sínum. Samningurinn sýnir trú yfirmanna hjá PSG á Tuchel.

Telefoot greinir einnig frá því að Bayern Munchen hafi haft augastað á Tuchel sem stjóra liðsins ef liðið ætlaði að skipta út Niko Kovac, núverandi stjóra liðsins.

PSG er einnig sagt ætla að kaupa nýjan miðjumann og miðvörð í sumar. PSG er undir smásjánni hjá FIFA vegna eyðslu þeirra undanfarið og er líklegt til þess að þurfa að selja leikmenn áður en þeir kaupa nýja leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner