Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. mars 2019 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM: Daniel James hetja Wales í geggjaðri stemningu
Denis Cheryshev allt í öllu hjá Rússum
James skoraði eina mark leiksins á Cardiff City Stadium
James skoraði eina mark leiksins á Cardiff City Stadium
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í undankeppni EM2020. Rússar unnu góðan sigur á Kasakstan í I-riðli og Wales vann góðan sigur á Slóvakíu í sínum fyrsta leik í riðli E.

Á Cardiff City Stadium var gífurlega góð stemning í dag. Stuðningsmenn Wales sungu og trölluðu nær allan leikinn.

Daniel James, sem spilar yfirleitt sem varnarmaður hjá Swansea en spilaði á kantinum í dag, skoraði eina mark leiksins og það strax á 5. mínútu leiksins.

James nýtti sér slæm varnarmistök hjá Slóvökum og kom boltanum í netið. Peter Pekarik hægri bakvörður Slóvaka var í alls konar vandræðum í dag og vill líklegast gleyma þessum leik sem fyrst.

David Brooks lék vel fyrir Wales í dag og átti tvö fín skot að marki Slóvaka en bæði fóru rétt framhjá.

Slóvakía fékk fínt færi í seinni hálfleik en David Hancko mistókst að skora. Wales er því mið þrjú stig ásamt Slóvakíu sem vann Ungverjaland á fimmtudag. Króatía mætir Ungverjum í sama riðli klukkan fimm í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Á gervigrasinu í Astana tók Kasakstan á móti Rússum. Denis Cheryshev, leikmaður Valencia, var allt í öllu hjá Rússum en hann skoraði fyrstu tvö mörk þeirra og lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Artem Dzyuba. Fjórða mark Rússa var sjálfsmark.

Rússar sem töpuðu gegn Belgíu á fimmtudag eru því með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki sína. Kasakstan vann góðan sigur á Skotum í fyrsta leik sínum. Belgía mætir Kýpur og Skotland mætir San Marínó seinna í dag.

Klukkan 19:45 mætast svo Holland og Þýskaland í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Riðill I
Kasakstan 0 - 4 Rússland
0-1 Denis Cheryshev ('19 )
0-2 Denis Cheryshev ('45 )
0-3 Artem Dzyuba ('52 )
0-4 Abzal Beysebekov ('62 , sjálfsmark)

Riðill E
Wales 1 - 0 Slóvakía
1-0 Daniel James ('5 )
Athugasemdir
banner
banner
banner