Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. mars 2019 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ungstirni Benfica heitir bitar - Varane á leið burt frá Real
Powerade
Odoi í leið frá Stamford Bridge?
Odoi í leið frá Stamford Bridge?
Mynd: Getty Images
Godfrey til United?
Godfrey til United?
Mynd: Getty Images
Jota til Spurs?
Jota til Spurs?
Mynd: Getty Images
Manchester liðin og Real Madrid eru fyrirferðamikil í slúðri dagsins.



Manchester United er á höttunum á eftir Callum Hudson-Odoi(18) leikmanni Chelsea og enska landsliðsins.(Mail)

Manchester United þarf að bæta félagskiptamet sitt og borga 130 milljónir punda ef liðið ætlar sér að landa Senegalanum Kalidou Koulibaly(27) frá Napoli í sumar.(Mail)

Manchester City er tilbúið að borga 85 milljónir punda fyrir Milan Skriniar(24) varnarmann Inter Milan.(CalcioMercato)

United er með augastað á Ben Godfrey(21) varnarmanni Norwich.(Sun)

United, City, Juventus, Barcelona og Real Madrid hafa öll augastað á Joao Felix(19) og Ruben Dias(21) leikmönnum Benfica og Bruno Fernandes(24) leikmanni Sporting Lisbon. Samtals eru þeir sagir kosta 250 milljónir punda.

Tottenham fylgist með Diogo Jota(22) framherja Wolves sem og Jack Grealish miðjumanni Aston Villa.(Express)

Framtíð Salomon Rondon(30) er óljós. Framherjinn er á láni hjá Newcastle frá WBA. Mike Ashley eigandi Newcastle er ekki viss um að það sé þess virði að kaupa leikmanninn.(Star)

Marc Overmars yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax vill fá varnarmenn Tottenham aftur til félagsins. Það eru þeir Jan Vertonghen(31) og Toby Alderweireld(30).(Metro)

Everton hefur spurst fyrir um Rafael Leao(19) framherja Lille. Everton vill nýjan framherja og Portúgalinn gæti verið þeirra lausn.(Mail)

Benfica ætlar að hækka verðmiðann á Joao Felix(19) til að minnka áhuga á honum.(AS)

Raphael Varane(25) varnarmaður Real Madrid hefur sagt liðsfélögum sínum að hann vilji yfirgefa félagið.(Marca)

Inter Milan heldur enn í vonina um að krækja í Ivan Rakitic(31) frá Barcelona og Steven Bergwijn(21) frá PSV.(La Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner