Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. mars 2019 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wolves á í góðu sambandi við Benfica - Fá þeir aðra stjörnu þaðan?
Mynd: Getty Images
Wolves og Benfica eiga í þokkalegasta sambandi. Wolves eru með Raul Jimenez framherja Benfica á láni hjá sér út þetta tímabil.

Jimenez hefur verið iðinn við kolann hjá Wolves á leiktíðinni. Jimenez er talinn hafa kostað um þrjár milljónir evra fyrir Wolves fyrir þetta eina láns ár.

Ætli Wolves sér að kaupa Jimenez mun það kosta félagið um 38 milljónir evra sem væri það lang mesta í sögu félagsins.

Wolves er einnig sagt hafa augastað á öðrum leikmanni Benfica sem á að vera falur á svipaða upphæð og Jimenez. Sá leikmaður er Gedson Fernandes sem er tvítugur hefur spilað þrjátíu leiki fyrir lið sitt og þjóð sína á leiktíðinni.

Portúgalinn hefur skorað eitt mark sem kom gegn Bayern Munchen í tapi Benfica gegn þýsku meisturunum.

Ruben Neves gæti verið á förum í sumar frá Wolves og er Gedson talinn mögulegur arftaki hans á miðjunni hjá Wolves á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner