Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. apríl 2016 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Svakaleg endurkoma Hamars í úrslitaleiknum
Mynd: Hamarsport
KFG 3 - 3 Hamar (2-3 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Friðrik Örn Emilsson ('17)
1-1 Bjarni Pálmason ('24)
2-1 Aron Grétar Jafetsson ('30)
3-1 Aron Grétar Jafetsson ('53)
3-2 Páll Pálmason ('75)
3-3 Páll Pálmason ('76)
Rautt spjald: Andri Björn Indriðason, KFG ('10)

KFG og Hamar mættust í úrslitaleik á Samsung velli C-deildar Lengjubikarsins í kvöld.

Leikurinn byrjaði hræðilega fyrir KFG sem missti Andra Björn Indriðason af velli með rautt spjald eftir aðeins tíu mínútna leik. Sjö mínútum síðar kom Friðrik Örn Emilsson Hvergerðingum yfir.

Tíu leikmenn KFG brettu upp ermar og skoruðu Bjarni Pálmason og Aron Grétar Jafetsson fyrir leikhlé, svo staðan var orðin 2-1 fyrir KFG.

Aron Grétar bætti öðru marki sínu við snemma í síðari hálfleik og var staðan 3-1 alveg þar til á lokakafla leiksins.

Hamar náði þá að jafna minnka muninn á 85. mínútu og jafna svo á lokamínútunni og knýja þannig fram vítaspyrnukeppni. Hamar vann vítaspyrnukeppnina með þremur mörkum gegn tveimur.

Hamar er því C-deildarmeistari Lengjubikarsins þrátt fyrir að hafa verið 3-1 undir á 84. mínútu úrslitaleiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner