mið 24. apríl 2019 09:30
Arnar Daði Arnarsson
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 10. sæti
HK/Víkingur er spáð 10. sæti.
HK/Víkingur er spáð 10. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fatma Kara.
Fatma Kara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Eiríksdóttir.
Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gígja Valgerður.
Gígja Valgerður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 2. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. HK/Víkingur

10. HK/Víkingur

Lokastaða í fyrra: HK/Víkingur var nýliði í deildinni í fyrra og endaði í 7.sæti deildarinnar með 18 stig. Eftir erfiða byrjun náðu HK/Víkingsstelpurnar góðum kafla og voru aldrei í mikilli fallhættu.

Þjálfarinn: Þórhallur Víkingsson tók við þjálfun HK/Víkings fyrir síðasta tímabil. Þórhallur hélt liðinu uppi á sínu fyrsta tímabili en í ár er Rakel Logadóttir aðstoðarþjálfari liðsins. Þórhallur Víkingsson hefur þjálfað yngri flokka kvenna hjá Víking síðastliðin ár.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði HK/Víkings.

„HK/Víkingsstelpur tróðu sokkum í spekingana á síðasta tímabili. Þá var þeim líka spáð niður en þær svöruðu því með fínu tímabili. 18 stig í 18 leikjum dugði til áframhaldandi veru í deild þeirra bestu."

Margir lykilmenn farnir
„Þær hafa fengið tvær sprækar í markið, þær Audrey Baldwin og Halla Margrét Hinriksdóttir slást um stöðuna í sumar. Liðið verður án margra sterkra leikmanna frá því í fyrra en hafa þó styrkt sig í vetur og ætla sér að sjálfsögðu að troða fleiri sokkum."

„Það mun hinsvegar mikið mæða á reynsluboltunum og lykilleikmönnum HK/Víkings ef svo á að fara, enda mikil gæði í þeim. Gígja Valgerður Harðardóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Tinna Óðinsdóttir og Fatma Kara eiga eftir að draga vagninn og ef það gengur vel, þá tökum við svokölluðu spekingar fagnandi við öllum sokkum."

Enginn skal vanmeta HK/Víking
„Undirbúningstímabilið hefur gengið upp og ofan en eftir kröftuga byrjun á árinu með tveim sigrum gegn Stjörnunni og KR í Faxanum og Reykjavíkurmótinu þá hafa þær ekki náð að vinna fleiri leiki. En það er hugur í HK/Víkingsstelpum og þó hér sé um ákveðna dómsdagsspá að ræða þá skulu menn varast vanmat á þessu harðsnúna liði."

Lykilleikmenn: Tinna Óðinsdóttir, Gígja Valgerður Harðardóttir og Fatma Kara

Gaman að fylgjast með: Arna Eiríksdóttir. Grjóthörð og gefur ekkert eftir. Hún hefur þetta allt í blóðinu og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið bæði með U17 ára landsliðinu sem fyrirliði og u19 ára landsliðinu á þessu ári. Hún verður klárlega leikmaður til að fylgjast með hjá HK/Víkingi í sumar.

Komnar:
Ana Victoria Cate frá Stjörnunni
Eva Rut Ástþórsdóttir frá Fram/Aftureldingu
Kristrún Kristjánsdóttir frá Stjörnunni
Halla Margrét Hinriksdóttir frá Breiðablik
Eygló Þorsteinsdóttir frá Val (á láni)

Farnar:
Margrét Sif Magnúsdóttir í FH
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir í Þrótt R.
Maggý Lárentsínusdóttir í FH
Linda Líf Boama í Þrótt R.
Laufey Björnsdóttir í KR
Katrín Hanna Hauksdóttir í Keflavík

Fyrstu leikir HK/Víkings
2. maí HK/Víkingur - KR
7.maí Stjarnan - HK/Víkingur
13.maí HK/Víkingur - Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner