mið 24. apríl 2019 09:00
Arnar Helgi Magnússon
Chelsea ætlar að bjóða Hudson-Odoi samning þrátt fyrir meiðslin
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea á Englandi, verður ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa meiðst í 2-2 jafnteflinu gegn Burnley á mánudagskvöld.

Hudson-Odoi er aðeins 18 ára gamall og kom fyrst í sviðsljósið á þessu tímabili en hann er með 5 mörk og 5 stoðsendingar í 23 leikjum.

Eftir leikinn kom í ljós að hásin væri slitin og því ljóst að hann verður frá næstu mánuðina. Hann gekkst undir aðgerð í gærkvöldi.

Þrátt fyrir það halda erlendir fjölmiðlar því fram að Chelsea ætli að bjóða ungstirninu nýjan samning en mörg lið eru áhugasöm um leikmanninn. Bayern gerði nokkur tilboð í Odoi í janúar.

Talið er að Chelsea ætli að bjóða leikmanninum væna launahækkun eða 100,000 pund á viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner