Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. apríl 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Fyrst kvenna til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni
 Stephanie Frappart að störfum.
Stephanie Frappart að störfum.
Mynd: Getty Images
Stéphanie Frappart mun skrá sig á spjöld sögunnar á laugardaginn þegar hún dæmir leik Amiens og Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni.

Aldrei áður hefur kona verið aðaldómari í frönsku úrvalsdeildinni.

Stéphanie Frappart er fædd 14. desember árið 1983. Hún hefur verið alþjóðlegur FIFA dómari frá árinu 2011.

Árið 2014 dæmdi hún sinn fyrsta leik í 2. deildinni í Frakklandi og hefur hún dæmt ótal leiki þar síðan þá.

Hún mun dæma á HM kvenna sem að fram fer í Frakklandi í júní og júlí í sumar.


Athugasemdir
banner
banner