Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. apríl 2019 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta sinn sem Man Utd fær 50 mörk á sig í úrvalsdeildinni
David de Gea vill eflaust gleyma þessu tímabili sem fyrst.
David de Gea vill eflaust gleyma þessu tímabili sem fyrst.
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði 0-2 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld og er nú með markatöluna 63-50.

Rauðu djöflarnir settu þar með nýtt félagsmet, enda í fyrsta sinn sem Man Utd fær 50 mörk á sig í úrvalsdeildinni. Til samanburðar fékk liðið aðeins 28 mörk á sig á síðasta tímabili, undir stjórn Jose Mourinho.

Man Utd fékk síðast yfir 50 mörk á sig í deildinni fyrir 40 árum, tímabilið 1978-79. Þá spilaði liðið 42 leiki og fékk 63 mörk á sig.

Þá er einnig vakin athygli á því að Man Utd er ekki búið að skora mark síðustu 5 klukkustundir á vellinum. Þá er liðið ekki búið að skora úr opnu spili, þ.e. ekki eftir fast leikatriði, í næstum 9 klukkustundir.

Rauðu djöflarnir eru í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner