Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. apríl 2019 09:45
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Karólína Jack (HK/Víkingur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víking er spáð tíunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá HK/Víkingi er það Karólína Jack sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Karólínu Jack í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Fullt nafn: Karólína Jack

Gælunafn: Karó

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Er í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2016

Uppáhalds drykkur: Vatn eða Kannski Capri sun.

Uppáhalds matsölustaður: Tokyo Sushi.

Hvernig bíl áttu: Toyota yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Queen of the south eru mjög góðir

Uppáhalds tónlistarmaður: Ed Sheeran eða Rihanna.

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat

Fyndnasti Íslendingurinn: Tvíbbarnir í keflavík, Íris og Katla deila þessum titli.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég er ein af þeim sem fæ mér aldrei það sama☺

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ertu sofandi?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Held að það sé Valur

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Cloe úr ÍBV

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erna Þorleifsdóttir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Áslaug Munda, óþolandi að þurfa að sprettaá eftir henni heilann leik.

Sætasti sigurinn: Þegar að við unnum Selfoss í 1.deild árið 2017 og komumst þar að leiðandi í pepsi og unnum deildina.

Mestu vonbrigðin: Þegar að við töpuðum í 16.liða úrslitum í vítaspyrnukeppni á Gothia Cup, held ég hafi aldrei grenjað jafn mikið

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Áslaug Munda

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: byrja með U21 landslið kvenna.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Eva Rut

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Birkir Blær, held ég væri í vondum málum ef ég myndi segja annað.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Held að liðið mitt taki þennan titil í sameiningu;)

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: David Beckham!

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ætli Ragnheiður og Ísabella Ösp taki þetta ekki á sig.

Uppáhalds staður á Íslandi: Bolungarvík.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í úrslitaleik á Pæjumótinu hljóp ég á markstöng á hliðarlínunni þegar að fimm mínútur voru búnar af leiknum. Ég nefbrotnaði og þurfti að fara með sjúkrabíl upp á spítalann í Eyjum. Þetta var ekki fyndið þá en ég get hlegið yfir þessu í dag.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég er mikið handbolta fan.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég er glötuð í ensku, eitt gott dæmi um það er þegar ég spilaði fyrsta landsleikinn minn, ég var eitthvað ekki sátt við dómarann og öskraði á hann „hey juddy„(sem ég ætlaði að nota sem styttingu af judge). Mér var svo sagt eftir leikinn að dómari er referee á ensku.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Fairytale með Alexander Rybak.

Vandræðalegasta augnablik: Örugglega bara þegar að ég hljóp á boltastand í upphitun fyrir leik gegn Val í sumar og fékk stórt sár á hnéð, er með ör eftir það í dag.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Evu Rut, Míló og Gígju.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Þú finnur ekki tækniheftari manneskju en mig.
Athugasemdir
banner
banner
banner