Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. apríl 2019 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lazio í úrslit eftir sigur á San Siro
Correa fagnar sigurmarkinu.
Correa fagnar sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
AC Milan 0 - 1 Lazio
0-1 Joaquin Correa ('58)

Lazio heimsótti AC Milan í undanúrslitum ítalska bikarsins fyrr í kvöld eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum.

Heimamenn í Milan áttu slæman leik og virtust engan veginn tilbúnir fyrir viðureignina. Gestirnir frá Róm voru talsvert betri en staðan þó markalaus í leikhlé.

Gestirnir voru öflugir í síðari hálfleik og skoraði Joaquin Correa eftir skyndisókn á 58. mínútu. Milan opnaðist í kjölfarið og gerði Pepe Reina vel í að halda sínum mönnum í leiknum með frábærum vörslum.

Meira var þó ekki skorað og mun Lazio mæta annað hvort Atalanta eða Fiorentina í úrslitum. Þau mætast annað kvöld á heimavelli Atalanta eftir 3-3 jafntefli í fyrri leiknum í Flórens.

Vandræði voru í kringum ultras stuðningsmenn Lazio sem mættu á leikinn til að vera með læti og koma pólitískum skilaboðum á framfæri. Þeir mættu með áróðursborða fyrir fasisma og sungu níðsöngva um svarta leikmenn Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner