banner
   mið 24. apríl 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Liverpool leikur þrjá leiki í Bandaríkjunum í sumar
Mynd: Getty Images
Liverpool mun leika þrjá æfingaleiki víðsvegar um Bandaríkin í sumar en þar mun liðið undirbúa sig fyrir næsta tímabil.

Fyrsti æfingaleikurinn verður spilaður gegn Dortmund í Indiana þann 19. júlí. Síðan ferðast liðið Boston þar sem að spilaður verður leikur gegn Sevilla þann 21. júlí.

Síðasta stoppið verður í New York þann 24. júlí þar sem að liðið mætir Sporting Lisbon.

Billy Hogan, stjórnarformaður Liverpool, er ánægður með þetta ferðalag um Bandaríkin.

„Undirbúningstímabilið er einn mikilvægasti tími ársins svo að við erum ánægðir með þessa lendingu. Einnig gefst aðdáendum okkar í Bandaríkjunum að sjá liðið í leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner