Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. apríl 2019 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Arnór skoraði í sigri - Rostov tapaði
Arnór er kominn með fjögur mörk í rússnesku deildinni.
Arnór er kominn með fjögur mörk í rússnesku deildinni.
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru í byrjunarliði CSKA Moskvu sem tók á móti FK Anzhi Makhachkala í rússnesku deildinni.

CSKA lenti ekki í vandræðum í leiknum og komst yfir á 13. mínútu. Arnór Sigurðsson innsiglaði svo sigurinn snemma í síðari hálfleik.

Ragnar Sigurðsson, fyrirliði Rostov, lék allan leikinn í tapi gegn Lokomotiv Moskvu. Leikurinn var nokkuð jafn en Jefferson Farfan, kantmaður Lokomotiv, gerði gæfumuninn með marki í upphafi leiks og undir lokin.

Björn Bergmann Sigurðarson fékk að spila síðustu tíu mínúturnar en tókst ekki að bjarga stigi fyrir sína menn. Jón Guðni Fjóluson sat þá allan tímann á bekknum er Krasnodar gerði jafntefli við Akhmat Grozny.

Íslendingaliðin eru að gera fína hluti í Rússlandi. CSKA er í þriðja sæti, stigi fyrir ofan Krasnodar sem er í fjórða. Rostov kemur svo í sjöunda sæti.




CSKA Moskva 2 - 0 Anzhi Makhachkala
1-0 J. Bijol ('13)
2-0 Arnór Sigurðsson ('55)

FK Rostov 1 - 2 Lokomotiv Moskva
0-1 Jefferson Farfan ('5)
1-1 A. Ionov ('39, víti)
1-2 Jefferson Farfan ('83)

Akhmat Grozny 1 - 1 Krasnodar
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 23 14 5 4 43 20 +23 47
2 FK Krasnodar 23 12 7 4 36 23 +13 43
3 Dinamo 23 10 8 5 36 31 +5 38
4 CSKA 23 9 10 4 43 31 +12 37
5 Lokomotiv 23 9 10 4 38 31 +7 37
6 Kr. Sovetov 23 10 6 7 41 33 +8 36
7 Spartak 23 10 5 8 29 28 +1 35
8 Rostov 23 9 7 7 35 33 +2 34
9 Rubin 23 9 5 9 20 29 -9 32
10 Nizhnyi Novgorod 23 8 4 11 21 26 -5 28
11 Orenburg 23 6 8 9 27 30 -3 26
12 Fakel 23 6 8 9 19 25 -6 26
13 Ural 23 6 5 12 22 36 -14 23
14 Baltica 23 5 5 13 21 27 -6 20
15 Akhmat Groznyi 23 5 5 13 21 36 -15 20
16 Sochi 23 4 6 13 24 37 -13 18
Athugasemdir
banner